hugmyndabanki
Ferðaspýtur
Ferðaspýtur
Couldn't load pickup availability
Ferðaspýturnar tilbúnar fyrir ferðalagið en þær eru frábær leið til að létta lundina á meðan ferðalaginu stendur. Þetta eru léttir leikir sem er gott að geta gripið í þegar þarf að létta andrúmsloftið og dreifa huganum.
Dæmi um leiki sem hægt er að nýta ferðaspýturnar í:
Nafnaleikur:
Hugsa nafn og hinir spyrja. Sá sem hugsar má bara svara með nei og já.
Númeraplötuleikurinn:
Allir giska hvaða bókstaf næsta númeraplata byrjar á og sá sem giskar rétt vinnur.
Hver er maðurinn:
Hugsa manneskju og hinir spyrja. Sá sem hugsar má bara svara með nei og já.
Þagnarbindindi:
Allir hafa hljóð. Fyrsti sem segir eitthvað eða gefur frá sér hljóð tapar.
Eitt satt og tvö ósatt:
Sá sem er hann þarf að segja eitthvað tvennt ósatt um sig og eitt satt. Hinir eiga að giska hvað er satt.
Frúin í Hamborg:
Hvað keyptir þú fyrir peninginn sem Frúin í Hamborg gaf þér? Bannað að segja já og nei og svart og hvítt.
Stoppa og taka mynd:
Bíllinn er stoppaður á næsta stað sem öruggur. Allir hoppa út og það er tekin ein fjölskyldusjálfa
Allir velja lag:
Allir farþegar fá að velja eitt óskalag.
Telja 100 bíla:
Telja alla bíla sem þið sjáið þar til þið eruð komin upp í 100 bíla.
Næsti bílalitur:
Allir giska hvernig næsti bíll er á litinn. Sá sem giskar rétt vinnur.
Stafaleikurinn:
Einn segir eitthvað orð og næsti þarf að segja orð sem byrjar á endastaf síðasta orðs.
Dýrahljóð:
Þegar þið sjáið dýr þá þarf hver og einn að gefa eins hljóð frá sér og dýrið. Sá sem gerir flottasta hljóðið vinnur.
Ég sé eitthvað sem byrjar á….:
Einn horfir út um gluggann og finnur eitthvað í umhverfinu. Síðan segir hann: Ég sé eitthvað sem byrjar á stafnum… og hinir giska.
Efni
Efni
Stærð
Stærð

