Um okkur
Að baki Hugmyndabankanum standa mæðurnar Margrét Ýr Ingimarsdóttir og Þóra Einarsdóttir. Hugmyndin kviknaði þegar stöllurnar þurftu að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug að gera á meðan Covid-faraldrinum stóð. Eftir nokkra vikna innilokun og alls kyns tilraunastarfsemi við það að hafa ofan af fyrir óþolinmóðum börnum, fóru dömurnar að föndra með börnunum.
Upphaflega var aðeins um að ræða ýmis föndur verkefni foreldranna með börnunum, sem Margrét deildi á Instagram til þess að gefa fleirum hugmyndir að uppbyggilegum og skemmtilegum samverustundum. Instagram síðunni óx hratt fiskur um hrygg og gestir síðunnar voru duglegir við að hvetja aðstandendur síðunnar til þess að færa út kvíarnar. Það sem flestir kölluðu eftir, var möguleikinn á því að föndra með börnunum sínum verkefni sem voru í senn skemmtileg og fræðandi. Þá myndi ekki skemma ef hægt væri að nálgast allt sem í föndrið vantaði á einum og sama staðnum.
Eftir nokkra íhugun og töluverða rannsóknarvinnu, fæddist vefsíðan Hugmyndabanki.is, hvar ætlunin er að bjóða fullorðnum og börnum að finna saman skemmtilegt föndurverkefni, sem í senn eru skemmtileg, einföld og fræðandi.
Það er einlæg von okkar að síðan okkar verði ykkur bæði til gagns og gamans, auk þess sem við vonum að hugmyndirnar fjölgi gæða samverustundum.